Þrjár umferðir eru eftir í Olísdeild kvenna áður en deildarmeistarar verða krýndir fimmtudagskvöldið 3. apríl. Aðeins er tveggja stiga munur á Val og Fram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Haukar eru skammt á eftir í þriðja sæti.
Einnig er spenna á botninum. Grótta er neðst með sex stig en ÍBV hefur níu stig í næst neðsta sæti. Eitt lið fellur beint en það sem verður í næst neðsta sæti tekur þátt í umspilskeppni um áframhaldandi veru í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
19. umferð:
Miðvikudagur 19. mars: Valur – Haukar, kl. 18.
Fimmtudagur 20. mars: ÍR – Fram, kl. 19.30.
Föstudagur 21. mars: Grótta – Stjarnan, kl 19.
Laugardagur 22. mars: ÍBV – Selfoss, kl. 14.
20. umferð – fimmtudaginn 27. mars:
Fram – ÍBV, kl. 19.30.
Haukar – ÍR, kl. 19.30.
Grótta – Valur, kl. 19.30.
Stjarnan – Selfoss, kl. 19.30.
21. og síðasta umferð fimmtudaginn 3. apríl:
Selfoss – Fram, kl. 19.30.
ÍBV – Haukar, kl. 19.30.
ÍR – Grótta, kl. 19.30.
Valur – Stjarnan, kl. 19.30.
Tvö efstu liðin í Olísdeildinni, þegar upp verður staðið, sitja yfir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðin í þriðja til sjötta sæti mætast í fyrsti umferð úrslitakeppninnar.

- Fyrstu leikir úrslitakeppni Olísdeildar kvenna fara fram þriðjudaginn 15. apríl. Tveimur dögum fyrr hefst umspilið um sæti í Olísdeildinni.