- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á eftir að auka veg og virðingu handboltans

Frá einum af leikjum Hafnarfjarðarmótsins, FH og Haukar áttust við. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Mér líst mjög vel á þetta, ég er mjög spenntur. Að mínu mati er það um leið jákvætt skref að útsendingar verði að nokkrum hluta í opinni dagskrá. Ég er viss um að þessi breyting á eftir að auka áhuga, veg og virðingu handboltans á Íslandi,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH spurður um hvernig sú bylting sem er að verða á útsendingum frá handknattleik hér á landi leggist í hann.

Opnar útsendingar

„Okkur er lofað að sýnt verði að minnsta kosti frá einum leik í Olísdeild karla og einum í Olísdeild kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans sem mjög gott mál og skiptir miklu máli fyrir útbreiðslu íþróttarinnar um allt land.

Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH

Samhliða þessu tel ég að verkefnið sem verið er að fara út í með Símanum og Spiideo-myndavélunum þar sem útbúið verður heildarplattform fyrir nær alla leiki sem fram fara í handboltanum vera mjög spennandi. Það mun hafa mikið að segja að geta fylgst með nær öllum handbolta sem leikinn er hér á landi á einum stað. Þar á ofan skilst mér að til standi að auka jafnvel úrvalið þegar fram líða stundir. Ég er mjög spenntur fyrir að taka þátt í þessu. Hjá mér ríkir eingöngu tilhlökkun,“ sagði Ásgeir sem hefur árum saman rekið eina af stærri handknattleiksdeildum landsins.

Betra aðgengi – meiri vinsældir

Ásgeir segist gera sér vonir um að þessar breytingar auki áhuga á handknattleik, jafnt hjá yngri sem eldri. Aðgengið á að vera auðvelt og kostnaður ekki mikill við áskrift.

„Það var mikilvægt að fá Símann með okkur í þetta verkefni. Ég verð var við mikinn áhuga af þeirra hálfu og tel að samstarf handknattleikshreyfingarinnar og Símans eigi bara eftir að vaxa þegar á líður og aukinn reynslu.

Okkar að gera þetta vel

Það er okkar í handboltafjölskyldunni að sameinast um að gera þetta sem allra best. Við erum að fara út í nýja tækni og það má búast við að hnökrar verði á til að byrja með. Mörg félög hafa á síðustu árum verið með útsendingar frá leikjum í gegnum netið. Þær hafa gengið vel og skapað ákveðna reynslu,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

Opið til 1. nóvember

Eins og komið hefur fram verður hægt að nálgast útsendingar frá öllum leikjum í Olísdeildum karla og kvenna, Grill 66-deildum karla og kvenna auk 3. og 4. flokks karla og kvenna í gegnum handboltapassann verður að finna á myndlyklum Símans eða í smáforriti (appi) Símans. Nýjustu tækni verður beitt við upptöku leikja. Opið verður fyrir allar útsendingar til 1. nóvember þegar byrjað verður að innheimta 1.290 kr. áskriftargjald á mánuði.

Tengt efni:

HSÍ boðar stórtækar breytingar í sjónvarps- og útbreiðslumálum

Handboltinn heim í stofu

Leikjdagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -