- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ boðar stórtækar breytingar í sjónvarps- og útbreiðslumálum

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Frosti Ólafsson, forstjóri Olís og Eyrún Hund Harðardóttir, markaðsstjóri Símans á kynningarfundi HSÍ á Grand Hótel í gær. Mynd/Kristján Orri Jóhansson
- Auglýsing -

Frétttilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands vegna breytinga á útsendingum frá Íslandsmótinu í handknattleik.

„Handknattleikssamband Íslands boðar umbyltingu varðandi upptökur og útsendingar frá  deildarkeppnum í íslenskum handknattleik í nánustu framtíð þar sem nýjasta, stafræna tækni er nýtt til hins ítrasta í nánu samstarfi við fjölda bakhjarla og samstarfsaðila. Samið hefur verið m.a. við eftirfarandi aðila um þátttöku í verkefninu: 


OLÍS sem verið hefur bakhjarl HSÍ frá 2013 heldur áfram að nýta nafnarétt á efstu deildum karla og  kvenna, Olísdeildunum, og er lykill að þeirri stafrænu umbyltingu sem er að eiga sér stað í útbreiðslu  handknattleiksins. Sama gildir um Grill 66, sem nýtir áfram nafnaréttinn á næst-efstu deildum karla og  kvenna og markmið allra er að auka sýnileika Grill 66 karla og kvenna á komandi tímabili.

Það er mikið  fagnaðarefni fyrir HSÍ að halda áfram góðu samstarfi við Olís, Olís- og Grill 66 deildirnar eru vinsæl  vörumerki sem eiga eftir að verða áfram áberandi í vetur.  

Síminn – Tekur að sér að setja upp sérstaka handbolta-/áskriftarrás þar sem allir leikir í efstu deildum og einstök mót yngri flokka verða sýndir í beinni útsendingu. Síminn mun ennfremur sýna í hverri viku amk einn leik úr efstu deildum í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans ásamt því að veita margvíslega þjónustu.  Hægt er að panta áskrift að Handboltapassanum á eftirfarandi slóð:  https://www.siminn.is/handboltapassinn

Árvakur/mbl.is – Mun fjalla sérstaklega um handbolta á sínum miðlum og nýta aðgang að öllum leikjum HSÍ til hins ítrasta. Stakir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á mbl.is og umfjöllun aukin til muna frá því sem verið hefur. 

Skjáskot – Framleiðslufyrirtæki sem sér um að framleiða amk 43 leiki á tímabilinu fyrir Sjónvarp Símans  með nýjustu stafrænni tækni. Upphitun verður á vettvangi fyrir hvern leik, ásamt umræðum í hálfleik  og eftir leik. Skjáskot sér ennfremur um tækjaútbúnað fyrir lýsingar og mun einnig nýta nýjustu tækni sem völ er á varðandi grafík, endursýningar o.þ.h. 

Spiideo – Sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í upptökum og leikgreiningum setur upp stafrænar, hágæða myndavélar í öllum íþróttahúsum þar sem handbolti er leikinn, en þeim er stýrt með gervigreind. Þannig verða allir leikir í öllum deildum og í 3.- 4. flokki aðgengilegir í handboltarás Símans, með liðum/tíma/markatöflu. 

Handbolti.is – mun áfram mynda hryggjarstykki í umfjöllun um handbolta eins og síðustu ár, en bætir í og hýsir m.a. hlaðvarpið Handkastið, sem notið hefur talsverðra vinsælda. 

Samstarfsaðilar HSÍ hér að ofan tryggja það að aðildildarfélög HSÍ fá beinan aðgang að öllu efni sem framleitt er og geta nýtt til að þróa betur lið og einstaklinga. Eins geta félög deilt efni á sínum samfélagsmiðlum frá einstökum leikjum, ásamt því að afla tekna við sölu áskrifta að handboltarásinni. 

HSÍ er stolt að fara inn í nýjan og spennandi handboltavetur með þessar nýjungar til að opna enn meira á aðgengi að þjóðaríþrótt Íslendinga. Það er von sambandsins að áhugafólk um handbolta taki þessum breytingum vel og enn fleiri fái að njóta íþróttarinnar okkar.“

Hvað er þetta?

Hér fyrir neðan er hljóðritað viðtal sem handbolti.is tók við Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóra HSÍ gær þar sem hann segir frá verkefninu sem ráðist hefur verið í m.a. með samvinnu við Símann og Olís og verður hleypt af stokkunum á fimmtudaginn þegar 1. umferð Olísdeildar karla hefst.

Einnig er ítarlega rætt við Róbert Geir í nýjast þætti Handkastsins. Viðtali við Róbert hefst eftir um klukkustund.

Tengt efni:
Handboltinn heim í stofu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -