- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á föstudag komast Haukar að því hver verður næsti mótherji

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Á föstudaginn verður dregið til 16-liða úrslita Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem Haukar eru ennþá á meðal keppenda eftir sigur á Kur í Mingechevir í Aserbaísjan um síðustu helgi. Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt nöfn hvaða félaga verða í skálunumsem dregið verður úr. Þeim hefur opinberlega ekki verið skipt í tvo flokka ennþá.


Meðal liða sem eru ennþá með eru Aþenuliðin AEK og Olympiakos en síðarnefnda liðið tapað fyrir Val í úrslitum Evrópubikarsins í vor.

Einnig er norska liðið Drammen með í keppninni en með því leika Ísak Steinsson markvörður unglingalandsliða Íslands og einn markvarða í 35 manna HM hópi Snorra Steins Guðjónssonar. Einnig leikur Viktor Petersen Norberg með liðinu en hann er af íslensku bergi brotinn.

Meðal annarra liða er RK Partizan AdmiralBet frá Serbíu sem FH vann í 32-liða úrslitum á síðasta tímabili, HC Alkaloid frá Norður Makedóníu sem Kiril Lazarov þjálfar og CS Minaur Baia Mare sem lék við Val í undanúrslitum Evrópubikarsins á vordögum.

Liðin 16 sem eftir eru:
AEK Aþena (Grikklandi).
Besiktas (Tyrklandi).
BK-46 (Finnlandi).
CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu).
Diomidis Argous (Grikklandi).
Drammen HK (Noregi).
Haukar.
HC Alkaloid (N-Makedóníu).
HC Izvidac (Bosníu).
MRK Krka (Slóveníu).
Olympiakos SFP (Grikklandi).
RK Jeruzalem Ormoz (Slóveníu).
RK Partizan AdmiralBet (Serbíu).
Runar Sandjeford (Noregi).
Sabbianco Anorthosis Famagusta (Kýpur).
SSV Brixen Handball (Ítalíu).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -