- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á ýmsu gekk hjá Íslendingum í Noregi

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad vann stórsigur á Bækkelaget á heimavelli í sjöttu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, 35:21, og treysti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Á sama tíma tapaði annað lið Íslendinga, Drammen, fyrir Halden í troðfullri Halden Arena, 32:28, og situr í þriðja sæti með 10 stig, tveimur á eftir Kolstad og fjórum á eftir Elverum sem trónir á toppnum taplaus eftir sjö leiki.

Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk fyrir Drammen í tapleiknum gegn Halden. Hann átti einnig tvær stoðsendingar. Ísak Steinsson varði fjögur skot, 15%, þann tíma sem hann stóð í marki Drammen. Félagi hans Oscar Larsen Syvertsen náði sér alls ekki á strik og varði aðeins eitt skot.

Sveinn markahæstur

Sveinn Jóhannsson var markahæstur Íslendinganna þriggja hjá Kolstad með fjögur mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson og Símon Michael Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor. Benedikt Gunnar gaf níu stoðsendingar.

Sigur og tap hjá Sigurjóni og Elnu

Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoraði fimm mörk og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur þegar lið hennar, Strindheim, tapaði fyrir Rælingen, 22:21, á heimavelli í 2. deild – 04 -norska handknattleiksins í dag.  Strindheim er í fjórða sæti 2. deildar – 04 – með átta stig af 12 mögulegum. 

Sigurjón Guðmundsson, sambýlismaður Elnu Ólafar, varði 11 skot, 34%, í marki Charlottenlund þegar liðið vann Åsane í næst efstu deild norska handknattleiksins á heimavelli í dag. Charlottenlund hefur unnið fimm af sex viðureignum sínum í deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -