- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aalborg leikur til úrslita – Fredericia í bronsbaráttu

Aron Pálmarsson leikmaður Aalborg Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aalborg Håndbold leikur til úrslita við meistara síðasta árs, GOG, um danska meistaratitilinn í handknattleik karla. Aalborg Håndbold lagði lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK með sjö marka mun í oddaleik í undanúrslitum í dag, 33:26, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. Leikurinn fór fram í Álaborg.

Fredericia HK mætir Skjern í rimmu um bronsverðlaunin á sama tíma og GOG og Aalborg kljást um gullið.

Aron Pálmarsson var í leikmannahópi Aalborg í dag en kom ekkert við sögu. Hann hefur ekki jafnað sig að fullu eftir að hafa meiðst í fyrsta undanúrslitaleiknum fyrir um viku.

Svíarnir reyndust sterkir

Sænski markvörðurinn Mikael Aggefors reyndist leikmönnum Fredericia HK erfiður. Hann var meirihluta leiksins í marki Álaborgarliðsins og varði 12 skot, 52%. Landi Aggefors, Felix Claar átti frábæran leik og skoraði 11 mörk. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold.

Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Fredericia HK, átti þrjár stoðsendingar og var tvisvar sinnum vikið af leikvelli.

Fyrstu úrslitaleikirnir, hvort heldur um gullverðlaunin á milli GOG og Aalborg eða um bronsið hjá Skjern og Fredericia HK, fara fram á miðvikudaginn. Vinna þarf tvisvar sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -