Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska handknattleiksliðinu Kadetten komust í gær í aðra umferð Evrópudeildarinnar. Kadetten lagði serbneska liðið Vojvodina með 11 marka mun á heimavelli, 34:23, og samtals með fimm marka mun, 54:49, í tveimur leikjum.
Eftir sex marka tap í fyrri viðureigninni í Serbíu fyrir viku, 26:20, urðu leikmenn Kadetten að snúa við taflinu á heimavelli í gær. Þeir gengu hiklaust til verks og voru komnir með vænlega stöðu að loknum fyrri hálfleik, 17:9. Kadetten menn gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og hrósuðu góðum sigri og sæti í annarri umferð. Dregið verður til annarrar umferðar á næstu dögum.
Við ramman reip að draga
Hannes Jón Jónsson og leikmenn hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard eru hinsvegar úr leik í sömu keppni. Þeir áttu við ramman reip að draga gegn Toulouse í Frakklandi í gær og máttu játa sig sigraða, 39:32. Leikmenn Alpla töpuðu einnig fyrri viðureigninni og heimavelli og rimmunni samtals með 11 marka mun, 66:55.
Úrslit annarra leikja í Evrópudeildinni í gær, samanlögð úrslit eru innan sviga:
Ystadt IF – Bjerringbro/Silkeborg 25:27 (48:49).
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn í Ystad.
GOG – Celje 36:25 (65:58). Fjallað er um leikinn hér.
Benfica – Kriens 29:18 (60:42).
Granolles – Tinez Prolet Skopje 27:29 (63:50).
Valur – RK Porec 22:21 (44:39). Fjallað er um leikinn hér.
La Rioja – Agusa Santas 34:28 (60:54).
Sesvete – Azoty-Pulawy 25:37 (46:66).