- Auglýsing -
Ísland og Sviss hafa aðeins tvisvar sinnum leitt saman hesta sína á HM í handknattleik karla. Langur tími hefur liðið á milli leikjanna en síðasti leikur var í Laugardalshöll í 13. maí 1995 þegar heimsmeistaramótið var haldið fram á Íslandi, sælla minninga.
Sviss vann viðureignina í Laugardalshöll, 24:21, eftir að hafa verið marki yfir eftir fyrri hálfleik, 11:10. Mark Baumgartner var í aðalhlutverki eins og hann var svo oft á þessum árum í landsliðið Sviss. Á tíunda áratug síðustu aldar átti Sviss gott handknattleikslandslið sem m.a. hafnaði í fjórða sæti á HM 1993 og í varð í sjöunda sæti á HM á Íslandi.
Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson voru markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hvor.
Fyrsta viðureign þjóðanna á HM var fyrir 60 árum, 2. mars 1961 í Viesbaden. Ísland vann þá viðureign, 14:12, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 7:7. Þetta var fyrsta viðureign Íslands og Sviss í handknattleik karla.
- Auglýsing -