- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æfðu í kristalshöllinni í Zrenjanin – myndir

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik æfði í 80 mínútur í kristalshöllinni, Kristalna Dvorana, í Zrenjanin í Serbíu í dag fyrir leikinn mikilvæga við landslið Serbíu sem fram fer í keppnishöllinni á morgun. Úrslit leiksins skera úr um hvort þjóðin sendir keppnislið í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í nóvember.


Allir 17 leikmenn íslenska lansliðshópsins tók þátt í æfingunni, þar á meðal Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem glímt hefur við meiðsla sem hún varð fyrir í viðureigninni við Svía á Ásvöllum á miðvikudagskvöld.


Eftir langan dag í gær fengu leikmenn að hvílast fram eftir morgni. Að loknum morgunverði tók við gönguferð og fundur þar sem lagt var á ráðin fyrir leikinn á morgun. Á æfingunni í dag var farið vel yfir helstu atriði jafnt í vörn sem sókn.
Ekki var hægt að kvarta yfir kulda í keppnishöllinni á meðan á æfingunni stóð, fremur að þar inni væri of heitt. Reikna má með að svipað verði upp á teningnum á morgun þegar leikurinn fer fram en hann hefst klukkan 16, eða 18 að staðartíma.


Kristall er lítt sjáanlegur en þeim mun meira er um gler í keppnishöllinni sem er öll klædd gleri. Bygging hallarinnar hófst 2006 og var lokið þremur árum síðar fyrir sumarleika háskólafólks. Keppt var í höllinni á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fór í Serbíu 2013 og eins á Evrópumóti kvenna í körfuknattleik 2019.


Kristalshöllin rúmar 2.800 áhorfendur í sæti og mikil gryfja með bröttum stúkum á báðum langhliðum auk þess sem sæti eru á skammhliðinni fyrir aftan annað markið. Um 1.000 áhorfendur mættu á sigurleik Serba á Tyrkjum í október, 36:27, um 2.000 manns voru viðstaddir viðureign Serba og Svía í mars, 24:21.


Hér fyrir neðan eru nokkra myndir frá æfingunni í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -