- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æfinga- og keppnisbann um allt land

Íþróttahús landsins munu standa tóm næstu vikur. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -

Frá og með næstkomandi miðnætti verða íþróttaæfingar og keppni óheimilar um land allt til 17. nóvember. Þetta var meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru á blaðamannfundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrir stundu. Aðgerðirnar miða að því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi sem því miður hefur síst dregið úr síðustu vikur þrátt fyrir miklar takmarkanir á flestum sviðum.

Þó er heilbrigðisráðherra heimilt að veita und­anþágu við banni frá íþrótt­a­starfi fyr­ir ein­staka viðburði, til dæm­is alþjóðlegra keppn­is­leikja sem væntanlega þýðir að hægt verður að halda landsleik Íslands og Litháen í undankeppni EM í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið.

Einnig liggur fyrir að æfingar allra handknattleikfélaga á landinu í öllum flokkum og landshlutum hefjast ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir 17. nóvember. Þess verður þar með enn langt að bíða þar til þráðurinn verður tekinn upp á ný á Íslandsmótinu, hvort heldur hjá börnum, unglingum eða fullorðnum.

Hér á neðan má lesa um helstu aðgerðir sem almennt verður gripið til frá og með miðnætti en einnig má lesa um þær á vef stjórnarráðsins.

Helstu tak­mark­an­ir:

 • All­ar tak­mark­an­ir ná til lands­ins alls.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk meg­in­regla.
  – Heim­ild fyr­ir 30 manns í út­för­um en 10 að há­marki í erfi­drykkj­um.
  – 50 manna há­marks­fjöldi í lyfja- og mat­vöru­versl­un­um en regl­ur um auk­inn fjölda með hliðsjón af stærð hús­næðis­ins.
  – Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um al­menn­ings­sam­göng­ur, hóp­bif­reiðar, inn­an­lands­flug eða störf viðbragðsaðila.
  – Fjölda­tak­mark­an­ir gilda ekki um störf rík­is­stjórn­ar, rík­is­ráðs, Alþing­is og dóm­stóla.
 • 10 manna fjölda­tak­mörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heim­ili.
 • Íþrótt­ir óheim­il­ar.
 • Sund­laug­um lokað.
 • Sviðslist­ir óheim­il­ar.
 • Krám og skemmtistöðum lokað.
 • Veit­ingastaðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið leng­ur en til 21.00.
 • Grímu­skylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra ná­lægðarmörk milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.
 • Börn fædd 2015 og síðar und­anþegin 2 metra reglu, fjölda­mörk­um og grímu­skyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Und­anþágu­heim­ild­ir:

 • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu frá tak­mörk­un­um vegna fé­lags­lega ómiss­andi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar und­ir fell­ur m.a. heil­brigðis­starf­semi og fé­lagsþjón­usta.
 • Ráðherra get­ur veitt und­anþágu við banni frá íþrótt­a­starfi fyr­ir ein­staka viðburði, til dæm­is alþjóðlegra keppn­is­leikja.

Ný reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skóla­starfi verður kynnt í næstu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -