- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætla að berjast fyrir sæti sínu í deildinni

Lið ÍR fagnar sæti í Olísdeildinni í vor eftir sigur á Selfossi í oddleik í umspili. Mynd/sunnlenska.is/Guðmundur Karl
- Auglýsing -

„Það verður gaman að mæta Aftureldingu aftur og þá í Olísdeildinni en við mættust nokkrum sinnum í fyrra. Við erum bara spenntar fyrir að byrja,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður nýliða ÍR í samtali við handbolta.is en í dag mætast nýliðar ÍR og Aftureldingar í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna. Leikurinn hefst í Skógarseli klukkan 13.30.


Afturelding og ÍR öttu kappi um efsta sæti Grill 66-deildar á síðasta tímabili. Afturelding hafði betur og vann deildina. ÍR-ingar gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og unnu Selfoss í æsispennandi fimm leikja rimmu í umspili um sæti í Olísdeildinni.

Margt spennandi að gerast

„Það er flott að fá heimaleik í fyrstu umferð deildarinnar. Það er svo margt spennandi að gerast hjá okkur í Skógarseli. Starfið er alltaf styrkjast og heilt yfir mjög jákvæð og góð uppbygging hjá félaginu,“ sagði Karen Tinna ennfremur en tilkoma hins glæsilega íþróttahúss félagsins hefur átt sinn þátt í að efla starfið til muna.

Karen Tinna Demian handknattleikskona hjá ÍR. Mynd/ÍR

Karen Tinna segir markmið ÍR vera skýrt áður en flautað verður til leiks í Olísdeildinni. „Við ætlum að halda sæti okkar í deildinni. Það er draumurinn að ná sjötta sæti og forðast umspilið.“

Fyrirfram er talið að nýliðarnir séu nokkuð jafnir að getu. Liðin hafa styrkst aðeins frá síðasta tímabili. „Við erum spenntar að byrja. Undirbúningstímabilið hefur verið gott með meiri æfingaþunga en fyrir ári enda vitum við að okkar bíða erfiðari leikir í vetur í Olísdeildinni,“ sagði Karen Tinna Demian leikmaður ÍR sem þekkir vel til í Olísdeildinni en hún lék um skeið með Stjörnunni.

Leikjdagskrá Olísdeilda.

Dagskráin: Olísdeild kvenna hefst og 1. umferð lýkur

Spáin: Valur ber höfuð og herðar yfir önnur lið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -