Bertus Servaas, forseti pólska handknattliðsins Lomza Vive Kielce sem Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, er einu sinni sem oftar stórhuga í áætlunum. Nýjasta hugmynd hans er að efna til handboltaleiks á þjóðarleikvangi Póllands, Stadion Narodowy, í ágúst á næsta ári. Megintilgangur leiksins verður að ná heimsmetsfjölda áhorfenda á leikinn.
Servaas greinir frá því á Twitter að hann langi til þess að a.m.k. 60 þúsund áhorfendum á leikinn þar sem Lomza Vive Kielce verður væntanlega annað liðið sem tekur þátt. Servaas óskar eftir á Twitter að sjálfboðaliðar gefi sig fram til starfa við þessa hugmynd hans.
Núverandi met er 44.189 áhorfendur á viðureign Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg Commerzbank Arena í Frankfurt árið 2014. Þýska handknattleikssambandið stefnir á að upphafsleikur EM í handknattleik karla 2024 verði leikinn fyrir framan 50 þúsund áhorfendur í Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf.
Rými er fyrir 58.500 áhorfendur í sæti á knattspyrnuleikjum á Narodowy-leikvanginum í Varsjá en liðlega 71 þúsund áhorfendur geta komist að á tónleikum. Metjföldi áhorfenda á leik á vellinum var þegar Pólland og Serbía mættust á vellinum á HM í blaki karla í ágúst 2014. Þá voru 61.500 áhorfendur viðstaddir.