„Við erum stoltir af því að fá tækifæri til þess að taka þátt í stórri stund á ferli Arons við að loka hans ferli,” segir Sigursteinn Arndal þjálfari FH-liðsins sem mætir ungverska meistaraliðinu One Veszprém í kveðjuleik Arons Pálmarssonar í Kaplakrika í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 18.30 en skemmtidagskrá byrjar klukkan 17.40. Leikurinn og hluti skemmtidagskrárinnar verður send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
Eins og kom fram í fréttum í byrjun sumars ákvað Aron að láta gott heita á handknattleiksvellinum í lok leiktíðarinnar eftir að hafa orðið ungverskur meistari með One Veszprém.
„Fyrst og fremst ætlum við okkur að eiga góða kvöldstund með Aroni og öllu okkar fólki,“ segir Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH.
Ég er mjög stoltur að hafa verið þjálfari Arons – hann er einn sá allra besti
Auðvitað vil ég vinna síðasta leikinn minn
Aron á það skilið að Krikinn verði fullur á föstudaginn
Myndskeið með lengra viðtali við Sigurstein er ofar í þessari grein.
- Kveðjuleikur Arons hefst í Kaplakrika í kvöld, föstudag, kl. 18.30.
- Miðasala er á stubb.is.
- Nánari upplýsingar um dagskrá dagsins er að sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.
