- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlum að ná árangri – ekki bara tala og tala

Gísli Þorgeir Kristjánsson gerir það svo sannarlega ekki endasleppt. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við ætlum að ná árangri á þessu móti, ekki bara tala og tala,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handnattleik í samtali við handbolta.is spurður um markmið landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst 10. janúar í Þýskalandi. Gísli Þorgeir er óðum að sækja í sig veðrið eftir axlarmeiðsli og er svo sannarlega tilbúinn að leggja allt í sölurnar á Evrópumótinu.

Forkeppni ÓL er gulrótin

„Við viljum sýna úr hverju við erum gerðir,“ sagði Gísli Þorgeir sem er grjótharður á að landsliðið eigi að ná sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í gegnum EM.

„Það er okkar helsta gulrót fyrir mótið að ná sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Til þess þarf allt að ganga upp og leika vel. Það er ekkert sjálfgefið að ná þessu forkeppnissæti. Við verðum að leika á fullum krafti til loka í öllum leikjum. Andinn í hópnum er góður og allar forsendur eru að mínu mati fyrir hendi til þess að ná árangri,“ sagði Gísli Þorgeir ennfremur. Hann hlakkar til samstarfs við nýjan landsliðsþjálfara, Snorra Stein Guðjónsson.

Ánægður með Snorra

„Mér líst mjög vel á Snorra, á hans gildi, það sem hann stendur fyrir sem þjálfari og hvernig hann vill leika handbolta. Ég er spenntur fyrir EM,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson hvergi banginn fremur en fyrridaginn.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj.land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.

Fyrir EM leikur íslenska landsliðið tvo vináttuleiki við austurríska landsliðið. Fyrri viðureignin verður í Vínarborg 6. janúar og sú síðar tveimur dögum síðar í Linz.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -