- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ævintýralegt jöfnunarmark eftir sendingu frá Viggó

Viggó Kristjánsson leikmaður HC Erlangen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viggó Kristjánsson og félagar í HC Erlangen kræktu í eitt stig á ævintýralegan hátt gegn efsta liði þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, á heimavelli í kvöld. Marek Nissen skoraði jöfnunarmarkið, 31:31 á síðustu sekúndu leiksins eftir að Viggó vann í sig mann en kom boltanum aðþrengdur á Nissen sem kastaði rakleitt á mark Berlínarliðsins og skoraði, 31:31. Lasse Ludwig markverði Berlínarliðsins verður vafalaust ekki svefnsamt í nótt eins og sjá má aftarlega á myndskeiðinu hér fyrir neðan:


Stigið var Erlangen-liðinu afar mikilvægt í botnbaráttuni. Nú munar aðeins einu stigi á HC Erlangen, sem er í næst neðsta sæti og Bietigheim í næsta sæti fyrir ofan.


Viggó lék afar vel í kvöld. Hann skoraði fimm mörk og gaf sjö stoðsendingar.

Füchse Berlin er í efsta sæti með 40 stig eins og MT Melsungen sem vann SG BBM Bietigheim, 32:28, í suður Þýskalandi. Elvar Örn Jónsson lék ekki með Melsungen í leiknum. Sömu sögu er að segja af Arnari Freyr Arnarssyni sem er meiddur.

Teitur Örn skoraði þrjú mörk

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans Gummersbach tapaði fyrir THW Kiel, 31:25, í hafnarborginni kvöld. Elliði Snær Viðarsson er einn af fleiri leikmönnum Gummersbach sem getur ekki leikið með liðinu um þessar mundir vegna meiðsla.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -