Vegna fyrirspurnar vill undirritaður, fyrir hönd Snasabrúnar ehf., útgefanda handbolti.is, taka fram að félagið sótti ekki rekstrarstuðning úr ríkissjóði árið 2023. Þar af leiðandi er Snasabrún ehf., ekki eitt þriggja fyrirtækja sem synjað var um styrk að þessu sinni né í hópi þeirra sem hrepptu ávöxt af ríkistrénu.
Snasabrún ehf, handbolti.is, sótti um rekstrarstuðning árið 2022. Umsókninni var synjað. Útgáfan uppfyllti ekki öll skilyrði sem sett voru. Ekkert hafði breyst í sumar þegar opnað var fyrir umsóknir um rekstrarstuðning sem gaf ástæðu til að ætla að umsókn bæri ávöxt að þessu sinni. Þess vegna var ákveðið að láta hjá líða að leggja í vinnu og kostnað í umsókn.
Snasabrún ehf., útgáfufélag handbolta.is, og eigendur munu hér eftir sem hingað til með glöðu geði gjalda keisaranum það sem keisarans er. Ekki veitir af.
Ívar Benediktsson, umsjónarmaður handbolti.is og annar eigandi Snasabrúnar ehf. – [email protected]
Tengill:
Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023