- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfall fyrir Svía – Gottfridsson er úr leik

Jim Gottfridsson leikur ekki meira með Svíum á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld þegar leikstjórnandinn Jim Gottfridsson meiddist snemma í viðureigninni við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins.


Í morgunsárið var staðfest að Gottfridsson handarbrotnaði og leikur ekkert meira með sænska landsliðinu á mótinu. Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum í Stokkhólmi annað kvöld.


„Meiðslin eru mér mikil vonbrigði. Nú sný ég mér að nýju hlutverki innan liðsins, að styðja við bakið á leikmönnum í undanúrslitaleiknum,“ er haft eftir Gottfridsson á heimasíðu sænska handknattleikssambandsins.


Gottfridsson verður frá keppni í átta til tíu vikur og ljóst að talsvert áfall er einnig um að ræða fyrir vinnuveitendur hans í Flensburg í Þýskalandi. Hann missir af síðustu fjórum leikjum Flensburg í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og væntanlega einnig viðureignunum í 16-liða úrslitum keppninnar, svo dæmi sé tekið.


Gottfridsson var kjölfesta sigurliðs Svía á EM fyrir ári síðan. Hann þykir vera einn allra fremsti miðjumaður heims og var m.a. stoðsendingakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili og valinn handknattleiksmaður síðasta árs af lesendum handboltasíðunnar handball-planet.

HM 2023 – Dagskrá, 8-liða, undanúrslit og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -