Síðustu tvo sólarhringa hefur handbolti.is staðið fyrir leik eða könnun með þátttöku lesenda þar sem lesendur hafa getað valið þá 18 leikmenn sem þeir vilja að keppi fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði. Fyrir stundu var lokað fyrir þátttöku og tóku 889 þátt með því að hver og einn hakaði við nöfn 18 leikmanna af 34 manna lista leikmanna sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla valdi í nóvember. Er það sá grunnhópur sem hann má velja úr fámennari hóp til þátttöku á HM.
Ómar Ingi vinsælastur
Skemmst er frá því að segja að 11 leikmenn fengu yfir 90% atkvæða hver. Af þeim var Ómar Ingi Magnússonar vinsælastur en 99% svarenda völdu hann í lið sitt , 880 af 889. Þar á eftir kom Viktor Gísli Hallgrímsson með 98,5% og Aron Pálmarsson með 98,3%. Í kjölfarið komu Bjarki Már Elísson, Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson með að a.m.k. 96,5% atkvæða.
Sextán leikmenn fengu a.m.k. 60% stuðning. Þeir eru í handahófskenndri röð:
Ágúst Elí Björgvinsson.
Björgvin Páll Gústavsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Bjarki Már Elísson.
Aron Pálmarsson.
Elvar Örn Jónsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Janus Daði Smárason.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni.
Ómar Ingi Magnússon.
Viggó Kristjánsson.
Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Arnar Freyr Arnarsson.
Elliði Snær Viðarsson.
Ýmir Örn Gíslason.
Næstir á eftir
Næstir voru Teitur Örn Einarsson, 58,6%, Elvar Ásgeirsson 57,7% og Stiven Tobar Valencia 55,3%. Þar á eftir Ólafur Andrés Guðmundsson með 43,1% og Daníel Þór Ingason með 37,2%.
Stiven er annar kostur
Stiven er samkvæmt þessari könnun kostur númer tvö í vinstra hornið á eftir Bjarka Má. Hákon Daði varð þriðji í þessa stöðu, 223 stigum á eftir Stiven. Nokkur umræða hefur skapast víða um hver eigi að verða með Bjarka Má í vinstra horninu en fjórði maðurinn í þeirri stöðu á 35 manna listanum er Orri Freyr Þorkelsson.
Eins er talsverður munur á Donna og Teiti Erni, þeim fyrrnefnda í hag, svo munar 62 stigum.
Heildarniðurstaðan:
Nöfn: | % |
Ómar Ingi Magnússon | 99,0 |
Viktor Gísli Hallgrímsson | 98,5 |
Aron Pálmarsson | 98,3 |
Bjarki Már Elísson | 97,5 |
Ýmir Örn Gíslason | 97,3 |
Elvar Örn Jónsson | 96,9 |
Gísli Þorgeir Kristjánsson | 96,6 |
Elliði Snær Viðarsson | 95,1 |
Sigvaldi Björn Guðjónsson | 93,4 |
Janus Daði Smárason | 92,1 |
Björgvin Páll Gústavsson | 90,0 |
Viggó Kristjánsson | 84,8 |
Arnar Freyr Arnarsson | 67,3 |
Kristján Örn Kristjánsson, Donni | 65,6 |
Óðinn Þór Ríkharðsson | 63,0 |
Ágúst Elí Björgvinsson | 60,7 |
Teitur Örn Einarsson | 58,6 |
Elvar Ásgeirsson | 57,7 |
Stiven Tobar Valencia | 55,3 |
Ólafur Andrés Guðmundsson | 43,1 |
Daníel Þór Ingason | 37,2 |
Hákon Daði Styrmisson | 30,3 |
Magnús Óli Magnússon | 22,3 |
Arnór Snær Óskarsson | 17,7 |
Sveinn Jóhannsson | 14,5 |
Einar Þorsteinn Ólafsson | 13,5 |
Orri Freyr Þorkelsson | 12,3 |
Tjörvi Týr Gíslason | 8,30 |
Bjarni Ófeigur Valdimarsson | 7,00 |
Daníel Freyr Andrésson | 6,70 |
Tryggvi Þórisson | 6,50 |
Grétar Ari Guðjónsson | 4,90 |
Finnur Ingi Stefánsson | 4,70 |
Óskar Ólafsson | 3,30 |
Hópurinn tilkynntur á morgun
Guðmundur Þórður tilkynnir klukkan 11 á morgun hvaða leikmenn hann velur til æfinga, undirbúnings og síðar þátttöku á HM.
Vegna athugasemda vill ritstjóri taka fram að hann gerir sér grein fyrir að landslið Íslands er ekki valið með þessu hætti heldur veltir landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans fyrir sér mörgum atriðum áður en þeir velja landsliðshópinn. Landslið er ekki valið að léttúð.
Handbolti.is þakkar lesendum fyrir þátttökuna og óskar þeim gleðilegrar hátíðar.