- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afgerandi staða Vals – jafntefli í Skógarseli – úrslit dagsins

Valur er kominn í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


Valur hefur þriggja stiga forskot í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir að fimmtu umferð lauk í dag með fjórum viðureignum. Tveimur lyktaði með jafntefli.

Valsliðið réði lögum og lofum í síðari hálfleik og vann með sex marka mun, 28:22. Varnarleikur og markvarsla meistaranna var til sóma og tókst þanng að brjóta niður mótspyrnu Hauka sem voru tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 12:10.

Valur er með 10 stig eftir fimm leiki og virðist til alls líklegt að endurtaka árangur sinn frá síðasta tímabili. Haukar eru í þriðja sæti með sex stig eftir að hafa unnið þrjá leiki af fimm en tapað fyrir Val og Fram.

Fékk mínútu til að skora sigurmark

Þótt Fram hafi átt síðustu sókn leiksins gegn ÍR í Skógarseli í dag þá tókst liðinu ekki að skora sigurmarkið. Niðurstaðan skiptur hlutur, 20:20. ÍR-ingar áttu stigið skilið þegar upp var staðið. Liðið lék fína vörn og sló vopnin úr höndum Framara sem skoruðu ekki mark síðustu sjö mínútur leiktímans. ÍR vann upp þriggja marka forskot og átti þess meira að segja kost að skora 21. markið á næst síðustu mínútu. Það tókst ekki.

Agaður leikur ÍR kom að miklu leyti í veg fyrir hraðaupphlaupin sem Framarar þrífast oft á.

Fimm mörk ÍR í röð

Staðan var 13:11 að loknum fyrri hálfleik, ÍR í vil. ÍR sneri við taflinu snemma leiks eftir að hafa lent tveimur mörkum undir, 4:2, þá skoraði liðið fimm mörk í röð og hélt forskoti út hálfleikinn. Fram var betra í síðari hálfleik en náðu aldrei tökum á leiknum.

Stjarnan vann á Nesinu

Jafntefli ÍR við Fram og sigur Stjörnunnar á Gróttu gerði að verkum að síðastnefnda liðið er nú neðst. Stjarnan vann góðan sigur Gróttu í Hertzhöllinni, 24:22, og hefur þar með fjögur stig og virðist vera að rétta aðeins út kútnum eftir þunga byrjun.

Jafntefli varð í Suðurlandsslagnum í Eyjum á milli ÍBV og Selfoss, 24:24. Hulda Dís Þrastardóttir skoraði jöfnunarmark Selfoss rúmri mínútu fyrir leikslok.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Valur – Haukar 28:22 (12:10).
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/7, Lovísa Thompson 7, Sigríður Hauksdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16/2, 43,2% – Silja Arngrímsdóttir Müller 0.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 7, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 8, 24,2% – Elísa Helga Sigurðardóttir 1, 25%.

Tölfræði HBStatz.

Grótta – Stjarnan 22:24 (11:14).
Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 4/2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Katrín S. Thorsteinsson 3, Karlotta Óskarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 7, 33,3% – Sara Xiao Reykdal 1, 16,7% – Soffía Steingrímsdóttir 0.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 6/4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Anna Lára Davíðsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Í tölfræði HBStatz er því haldið fram að hvorugur markvörður Stjörnunnar hafi varið skot sem verður að teljast mjög ósennilegt.

Tölfræði HBStatz.

ÍBV – Selfoss 24:24 (13:11).
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 9, Sunna Jónsdóttir 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Britney Cots 1.
Varin skot: Varin skot: Í tölfræði HBritara er því haldið fram að hvorugur markvörður ÍBV hafi varið skot sem verður að teljast mjög ósennilegt.
Mörk Selfoss: Eva Lind Tyrfingsdóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Í tölfræði HBritara er því haldið fram að hvorugur markvörður Selfoss hafi varið skot sem verður að teljast mjög ósennilegt.

Tölfræði HBStatz.

ÍR – Fram 20:20 (13:11).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Karen Tinna Demian 3/2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 6/1, 26,1% – Ingunn María Brynjarsdóttir 2, 40%.

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 3/1, Íris Anna Gísladóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, 33,3% – Darija Zecevic 1, 9,1%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -