- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afleitur upphafskafli í Berlín

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -

Leikmenn sænska liðsins IFK Kristianstad fóru illa að ráði sínu á upphafsmínútum síðari hálfleiks gegn Füchse Berlín í 1. umferð B-riðils hinnar nýju Evrópudeildar í handknattleik karla í Berlín í kvöld. Eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12, þá var eins Ólafur Andrés Guðmundsson, Teitur Örn Einarsson og samherjar í IFK mættu ekki til leiks í síðari hálfleik nema rétt að nafninu til.


Þýska liðið skoraði 10 fyrstu mörkin í síðari hálfleik áður en leikmenn IFK hrukku upp með andfælum og klóruðu í bakkann. Það dugði skammt enda leikurinn þá þegar tapaður. Leikmönnum IFK tókst að bjarga því sem bjargað varð og komast hjá háðulegri útreið. Lokatölur 30:23, fyrir Berlínarliðið.


Ólafur Andrés skoraði þrjú mörk fyrir IFK og Teitur Örn tvö.
Franska liðið Nimes vann Tatran Presov í Slóvakíu, 28:22, einnig í B-riðli
Þriðji leikurinn í riðlinum var viðureign Dinamo Búkarest og Sporting Lissabon. Portúgalska liðið vann, 27:25, í Búkarest og fer vel af stað.

Gísli og Ómar í stórsigri í Istanbul


Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í leikjum fyrstu umferðar keppninnar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon tóku þátt í stórsigri SC Magdeburg á Besiktas í C-riðli en liðin mættust í Istanbúl, 41:23. Magdeburg var 12 mörkum yfir í hálfleik, 20:8. Ljóst var frá byrjun að leikurinn yrði aldrei jafn, svo mikill var munurinn.
Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk og Ómar Ingi þrjú.


Aron Dagur Pálsson og félagar í sænska liðinu Alingsås eru einnig í C-riðli. Þeir fengu RK Nexe frá Króatíu og heimsókn. Leikurinn var lengst af jafn í 45 mínútur. Eftir það tóku leikmenn Nexe völdin og unnu öruggan sigur, 27:23. Aron Dagur skoraði þrjú mörk, öll í síðari hálfleik.

Þriðja leiknum í C-riðli, milli Montpellier og CSKA, var frestað vegna kórónuveirunnar en smit kom upp á dögunum í leikmannahópi Montpellier.

Íslendingar í Schaffhausen


Aðeins einn leikur var í D-riðli og var það viðureign svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, og GOG frá Danmörku, en Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með liðinu. Kadetten vann naumlega, 29:28, í hörkuleik eftir að hafa einnig verið einu marki yfir í hálfleik, 14:13.

Viktor Gísli varð 10 skot í marki GOG, sem gerði rúmlega 25% hlutfallsmarkvörslu.


Viðureign Rhein-Neckar Löwen og Trimo Trebjne annarsvegar og Tatabanya og Pelister hinsvegar var frestað vegna þessa að kórónuveiran hefur stungið sér niður hjá Tatabanya og Trimo Trebjne.

A-riðill:
Wisla Plock – Aon Fivers 32:23
Toulouse – Metalurg 33:29
Ademar – Medvedi, frestað

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -