- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er fullyrt að Haukur fari til Rúmeníu

Haukur Þrastarson. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Áfram er haldið að fullyrða að Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik gangi til liðs við rúmensku meistarana Dinamo Búkarest frá Indurstria Kielce í Póllandi. Í morgun segir rthandball frá að samingur á milli félaga sé í höfn og að Haukur flytji til rúmensku höfuðborgarinnar þar sem hann fær vonandi fleiri tækifæri til að láta ljós sitt skína á handknattleiksvellinum.

Engin greiðsla

Haukur á ár eftir af samningi sínum við Indurstria Kielce. Þeim samningi verður rift og samkvæmt upplýsingum rthandball mun rúmenska liðið ekki greiða Kielce kaupverð fyrir Hauk. Honum sé frjálst að fara fyrir ekkert.

Efstur á óskalista

Fyllyrt er ennfremur að Haukur hafi um nokkurt skeið verið efstur á óskalista Dinamo Búkarest. Hinn kúbanskættaði Spánverji, David Davis, var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum við brotthvarf landa hans Xavier Pascual.

Langbesta liðið

Dinamo Búkarest hefur borið ægishjálm yfir handknattleikslið karla í Rúmeníu á síðustu árum og átt sæti í Meistaradeild Evrópu af og til og verður m.a. með í deildinni á næsta tímabili. Lið félagsins er mjög fjölþjóðlegt og ekki dregur úr fjölbreytninni við komu Selfyssingsins sem flest bendir til að af verði.

Haukur er sagður á leiðinni til Dinamo Búkarest

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -