- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er penninn á lofti á Hlíðarenda

Deildarmeistarar Vals hafa öfluga leikmenn úr yngri flokkum. Ljósmynd/Facebook-síða Vals
- Auglýsing -


Áfram er penninn á lofti í herbúðum Vals og síðasta sólarhringinn hefur verið tilkynnt að undirritaðir hafi verið samningar við tvo yngri leikmenn í kvennaflokki í viðbót við aðrar tvær sem staðfestu fyrr í vikunni um áframhaldandi veru hjá Val næstu árin, Ásrún Inga Arnarsdóttir og Guðrún Hekla Traustadóttir.

Ágústa Rún Jónasdóttir og Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, sem báðar eru 19 ára hafa skrifað undir þriggja ára samninga við Val en þær hafa leikið með yngri flokkum félagsins en einnig fengið tækifæri með meistaraflokki í vetur.


Ásthildur, sem verður 19 ára á árinu, er mjög efnilegur leikmaður sem getur leikið í báðum hornum jafnt í vörn sem sókn. Hún hefur mikinn hraða og því gríðarlega öflug hraðaupphlaupsmanneskja. Ásthildur hefur leikið vel með meistaraflokki í ár og hefur skorað 21 í mark í Olísdeildinni á keppnistímabilinu. Hún hefur verið lykilmanneskja í yngri landsliðum Íslands í sínum aldri undanfarin ár.

Ágústa, sem verður 19 ára á árinu, er mjög efnilegur leikmaður sem leikur inn á línunni í sókn og í miðju varnarinnar. Ágústa hefur leikið með meistaraflokki í ár og kom sterk inn í nokkrum leikjum í fyrra. Hún hefur því miður glímt við meiðsli í baki á þessu tímabili en er að komast í sitt rétta form. Hún hefur verið lykilmanneskja í yngri landsliðum Íslands í sínum aldri undanfarin ár, segir í tilkynningu frá Val.

x

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -