- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram eru Magdeburg og Wisla Plock í basli

Skiljanlega var fremur dauft yfir leikmönnum pólska liðsins Wisla Plock eftir tapið í Bitola í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Áfram gengur ekki sem skildi hjá þýska meistaraliðinu SC Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Í kvöld tapaði liðið fyrir Nantes í Frakklandi, 29:28, eftir að hafa verið sterkara liðið í 45 mínútur. Á spennandi lokafjórðungi leiksins voru leikmenn Nantes öflugri.


Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg sem var fjórum mörkum yfir, 15:11, í hálfleik. Magdeburg, sem komst í undanúrslit Meistaradeildar í vor er nú í sjötta sæti B-riðils með sjö stig eftir 10 leiki. Nantes sem stendur í öðru sæti með 13 stig en bæði Pick Szegd og Aalborg Håndbold geta náð Nantes á stigum og vel það vinni liðin leiki sína annað kvöld.

Manuel Zehnder og Daniel Pettersson skoruðu sex mörk hvor fyrir Magdeburg. Fjórir leikmenn voru markahæstir hjá Nantes með fimm mörk hver, Thibaud Briet, Aymeric Minne, Ayoub Abdi og Nicolas Tournat.

Illa gengur hjá Viktori og félögum

Eins og pólska meistaraliðinu Wisla Plock gengur vel í pólsku deildinni þá vegnar liðinu illa í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Í kvöld tapaði Wisla fyrir HC Eurofarm Pelister í Bitola í Norður Makedóníu, 21:18. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki Wisla Plock í síðari hálfleik og varði sex skot, 43%.

Viktor Gísli og félagar er í næst neðsta sæti A-riðils með fjögur stig eftir 10 umferðir. Aðeins danska liðið Fredericia hefur hlotið færri stig.

Filip Kuzmanovski skoraði sjö mörk fyrir Pelister og var markahæstur. Miha Zarabec skoraði sex mörk og var markahæstur leikmanna Wisla.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -