-Auglýsing-

Áfram heldur gott gengi Gummersbach

- Auglýsing -

Áfram heldur gott gengi Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón Valur Sigurðsson og hans menn unnu nýliða GWD Minden, 31:23, á útivelli í kvöld. Þar með hefur Gummersbach náð í átta stig af tíu mögulegum.

Elliði Snær Viðarsson hafði sig lítt í frammi í sóknarleiknum og átti aðeins eitt markskot sem geigaði.


Eins og í síðasta leik Gummersbach þá var Teitur Örn Einarsson ekki með vegna meiðsla.

Miro Schluroff var markahæstur hjá Gummersbach með sex mörk. Milos Vujovic og Julian Köster skoruðu fimm mörk hvor. Ian Weber var markahæstur hjá nýliðum GWD Minden með sex mörk.

Sárt tap hjá Hamborg

Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar í HSV Hamburg gerðu jafntefli á heimavelli við Lemgo, 35:35. Lukas Hutecek jafnaði metin fyrir Lemgo á síðustu sekúndu. Grátlegt fyrir Einar Þorstein og liðsfélaga að missa annað stigið því þeir voru með yfirhöndina lengst af leiks. Lemgo-menn skoruðu tvö síðustu mörkin.

Einar Þorsteinn tók nánast eingöngu þátt í varnarleik HSV Hamburg og stóð fyrir sínu. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.

HSV Hamburg er í 7. sæti með 5 stig eftir fimm leiki.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -