Grótta heldur áfram að elta HK, topplið Grill 66-deildar kvenna, eins og skugginn. Gróttukonur sóttu Fram 2 heim í Úlfarsárdal í gærkvöld og unnu öruggan sigur, 31:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.
Grótta hefur 24 stig í öðru sæti þegar 14 leikjum er lokið, tveimur þriðju hluta deildarkeppninnar. HK er efst með 26 stig. Önnur lið eru ekki lengur með í baráttunni um að fara beint upp í Olísdeildina í vor.
Grótta hóf leikinn af krafti í Lambhagahöllinni og skoraði sex af fyrstu sjö mörkunum. Mestur varð munurinn átta mörk, síðast rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.
Mörk Fram 2: Sara Rún Gísladóttir 6, Birna Ósk Styrmisdóttir 5, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 5, Silja Katrín Gunnarsdóttir 4, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 4, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 16.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Katrín S Scheving Thorsteinsson 6, Elísabet Ása Einarsdóttir 4, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1, Edda Sigurðardóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 7, Andrea Gunnlaugsdóttir 6.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

