Ekki tókst Berserkjum fremur en öðrum liðum Grill 66-deildar kvenna að leggja KA/Þór í viðureign liðanna í 14. umferð deildarinnar í KA-heimilinu í dag. KA/Þórsarar unnu með 20 marka mun, 33:13, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:5.
KA/Þór endurheimti þar með fimm stiga forskot sitt í deildinni þegar liðið á fjóra leiki eftir eins og Afturelding sem er í öðru sæti. Akureyrarliðið hefur 26 stig. HK situr í þriðja sæti með 18 stig og á leik til góða gegn Val2 á morgun.
Eins og úrslitin í KA-heimilinu gefa til kynna var verulegur munur á liðunum í viðureigninni í dag.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.
Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 9, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 7, Ólöf Marín Hlynsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3/1, Elsa Björg Guðmundsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 9/1, 64,3% – Sif Hallgrímsdóttir 6, 42,9%.
Mörk Berserkja: Arna Sól Orradóttir 6/3, Heiðrún María Guðmundsdóttir 5, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 0.
Tölfræði HBStatz.