- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Áfram heltast menn úr EM-lestinni – Tollbring er úr leik

- Auglýsing -

Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir skakkafalli í morgun þegar vinstri hornamaðurinn þrautreyndi, Jerry Tollbring, var að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla í kálfa. Tollbring meiddist í viðureign Svía og Brasilíumanna í Jönköping í gær.

Pellas er ennþá úr leik

Það sem gerir fjarveru Tollbring enn verri fyrir sænska liðið er sú staðreynd að vinstri hornamaðurinn Lucas Pellas er ennþá úr leik eftir að hafa meiðst alvarlega í febrúar á síðasta ári, rétt eftir HM.

Tvítugur kallaður inn

Í stað Tollbring kallaði Michael Apelgren landsliðsþjálfari Svía á tvítugan hornamann HK Malmö, Felix Montebovi. Hann mætir til æfinga í dag. Montebovi hefur leikið tvo A-landsleiki. Hann verður Hampus Wanne til halds og trausts í vinstra horni.

„Meiðslin eru mikil vonbrigði fyrir okkur og Tollbring sem hefur árum saman keppst við að endurheimta sæti sitt í landsliðinu,“ sagði Apelgren í morgun.

Mjög óheppinn

Tollbring, sem er sambýlismaður norsku handknattleikskonunnar Noru Mørk og samherji Elvars Ásgeirssonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg, hefur verið einstaklega óheppinn síðustu ár með meiðsli. Hann sleit t.d. krossband haustið 2024 og missti af HM á síðasta ári af þeim sökum. Tollbring var síðast með Svíum á stórmóti fyrir sex árum.

EM2026 – fréttasíða.

Nokkrir leikmenn og dómarar sem verða ekki með á EM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -