- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram kætast Valsmenn innan vallar sem utan

Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valsmenn eru kátir innan vallar sem utan um þessar mundir. Á dögunum bætti karlalið félagsins deildarmeistarabikarnum í Olísdeildinni í safnið og í dag er greint frá því að þrír vaskir leikmenn liðsins hafi ákveðið að verða um kyrrt hjá félaginu næstu árin. Hafa þeir skrifað undir nýja samninga ákvörðunum sínum til staðfestingar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.


Um er að ræða þá Alexander Örn Júlíusson, íþróttakarl Vals 2021, hornamanninn eldfljóta úr Vestmannaeyjum, Vigni Stefánsson, og varnarmanninn Tjörva Tý Gíslason sem gefur sjaldnast tommu eftir.

Vignir Stefánsson og Alexander Örn Gíslason með Íslandsbikarinn eftir sigur Vals á Íslandsmótinu á síðasta ári. Mynd/Björgvin Franz


Alexander Örn er uppalinn Valsari sem hefur verið lykilmaður og fyrirliði hjá liðinu undanfarin ár og unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Alexander skrifaði undir eins árs framlengingu á sínum samningi.


Vignir hefur verið einn jafnbesti hornamaður deildarinnar undanfarin ár og vann sé sæti í íslenska landsliðshópnum með frammistöðu sinni fyrir félagið. Vignir skrifar undir tveggja ára samning.


Tjörvi Týr hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum tímabilum eftir erfið meiðsli og leikið afar vel bæði í vörn og sókn á tímabilinu. Hann orðinn einn af lykilmönnum Vals. Tjörvi Týr hripaði nafn sitt undir þriggja ára samning.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -