- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afrekssjóður úthlutar nærri 85 milljónum til HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fyrir leik á HM í lok síðasta árs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands fær nærri 84,8 milljónir úthlutaðar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2024 en alls nema styrkir sjóðsins 512 milljónum króna eftir því fram kemur í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland.

A-landslið kvenna tók þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta skipti í 12 ár undir lok síðasta árs og A-landslið karla var með á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Talsverður líkur eru á að A-landslið kvenna verði á meðal þátttökuliða á EM í desember á þessu ári og að A-landsliðið karla verði með í keppni á heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ár.

Til viðbótar voru fjögur yngri landslið í lokakeppni EM og HM á síðasta ári og ljóst að a.m.k. þrjú verða í lokakeppni stórmóta í sumar.

Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Af 512 milljónum sem Afrekssjóður úthlutar að þessu sinni er framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 392 milljón króna og hefur verið óbreytt síðustu ár.

Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.

Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknr frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna.

Fjórðungur af þörfinni

Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 m.kr. og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári.

Nánar er hægt að kynna sér úthlutun Afrekssjóðs í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -