Arnór Atlason og félagar í Aalborg Håndbold endurheimtu efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í dag þegar þeir tóku neðsta lið deildarinnar, Ringsted, í karphúsið á heimavelli í Álaborg, lokatölur 39:24, eftir að 12 mörkum hafði munað þegar leikurinn var hálfnaður, 25:12.
Arnór er sem kunnugt er aðstoðarþjálfari danska mestaraliðsins.
Aalborg hefur þar með 21 stig eftir 12 leiki en GOG er stigi á eftir og hefur einni leikið einu leik færra. Bjerringbro/Silkeborg er í þriðja sæti með 12 stig.
Marks Strandgaard var markahæstur hjá Aalborg með sjö mörk. Burster Juul, Lukas Sandel og Nikolaj Læsö skoruðu fimm sinnum hver. Eins og í flestum leikjum Ringsted á tímabilinu var Morten Hempel Jenssen markahæstur. Hann skoraði sex mörk að þessu sinni.