Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá, tyllti sér áðan á ný í efsta sæti sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, innan við tveimur tímum eftir að GOG hafði brugðið sér á toppinn með sigri á Lemvig líkt og handbolti.is sagði frá.
Aalborg vann Kolding á útivelli, 39:32, eftir að hafa verið níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 24:15.
Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot þann hluta leiksins sem hann stóð í marki Kolding.
Mörk KIF Kolding : Andreas Flodman 7, Peter Balling 7, Alexander Morsten 3, Benjamin Pedersen 3, Thomas Boilesen 3, Kristoffer Vestergaard 2, Troels Jørgensen 2, Vetle Rønningen 2, Nicolaj Jørgensen 1, Chris Jørgensen 1, Andreas Væver 1.
Mörk Aalborg Håndbold : Buster Juul 7, Nikolaj Læsø 7, Sebastian Barthold 5, Felix Claar 5, Mads Christiansen 4, Henrik Møllgaard 3, Lukas Sandell 3, Jonas Samuelsson 3, Magnus Saugstrup 2.
Staðan:
Aalborg 23(13), GOG 22(12), Holstebro 16(12), Bjerringbro/Silkeborg 16(12), Skanderborg 13(13), SönderjyskE 13(13), Mors 13(13), Skjern 13(12), Århus 12(13), Fredericia 12(12), Kolding 11(13), Ribe-Esbjerg 7(13), Ringsted 3(12), Lemvig 2(13).