Ekkert verður af leik Aftureldingar og Fram í Olísdeild karla sem fyrirhugað var að færi fram í Framhúsinu annað kvöld. Vegna smita og sóttkvíar meðal leikmanna Aftureldingar hefur leiknum verið frestað í ótiltekinn tíma, segir í tilkynningu frá HSÍ.
Einnig varð að slá frest viðureign Aftureldingar við HK um síðustu helgi af sömu ástæðum. Áfram er stefnt að því að þrír leikir fari fram í Olísdeild kvenna á laugardaginn.
Eins og handbolti.is greindi frá í morgun hefur nokkrum leikjum sem fram átt að fara í kvöld og um helgina í Grill66-deild karla verið frestað vegna smita og sóttkvíar meðal leikmanna nokkurra liða.
Stöðuna og næstu leiki í næstu Olísdeild kvenna má sjá hér.