- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur er Hamborgarliðið í kröggum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksfélaginu HSV Hamburg hefur verið synjað um keppnisleyfi í efstu deild handknattleiksins á næstu leiktíð. Félaginu tókst ekki að leggja fram fjármagnaða fjárhagsáætlun vegna næstu leiktíðar á dögunum. Þrátt fyrir að hafa fengið gálgafrest þá lánaðist forráðamönnum félagsins heldur ekki að skila inn nýrri áætlun í upphafi mánaðarins. Reyndar eru forráðamenn HSV Hamburg og þýsku deildarkeppninnar ósammála um að síðari áætlunin, sem send var inn fyrir helgina, hafi verið fullnægjandi.

Innan við áratugur er síðan HSV Hamborg varð gjalþrota.

Leggja ekki árar í bát

Forráðamenn HSV Hamburg hafa ekki lagt árar í bát og ætla að berjast með kjafti og klóm fyrir keppnisleyfi. Hafa þeir haldið áfram með málið fyrir áfrýjunarnefnd. Talið er sennilegt að áfram verði þjarkað fram eftir árinu. Ef stjórnendur félagsins hafa ekki erindi sem erfiði fellur HSV úr deildinni.

Án leyfis mun HSV Hamburg hvorki geta leikið í 1. eða 2. deild og verður sennilega að taka upp þráðinn í 3. deild. Í versta falli lognast lið félagsins út af.

Ekki ný saga

HSV Hamburg hefur áður verið í fjárhagskröggum. Rétt innan við áratugur er liðin síðan félagið varð gjaldþrota aðeins tveimur árum eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu 2013. Í kjölfarið var þráðurinn tekinn upp aftur í 3. deild á nýrri kennitölu.

Ekkert rassvasbókhald!

Mjög strangar kröfur eru gerðar til félaga svo þau öðlist þátttökuleyfi í efstu deildunum tveimur í handknattleik karla og kvenna í Þýskalandi. Er það ekki síst gert vegna fjölda gjaldþrota á árum áður sem komu illa við handknattleiksíþróttina í Þýskalandi og fjölda leikmanna. Félögin verða að sýna fram á að þau eigi fyrir útgöldum næsta keppnistímabils. Takist það ekki fá þau ekki að senda lið sín leiks. Rassvasabókhald er ekki liðið.

Enginn íslenskur handknattleiksmaður er samningsbundinn HSV Hamburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -