-Auglýsing-

Aftur hafði Fjölnir betur gegn Hvíta riddaranum

- Auglýsing -

Í annað sinn á skömmum tíma verða leikmenn Hvíta riddarans að bíta í það súra epli að fara tómhentir heim úr Fjölnishöllinni að lokinni viðureign við Fjölni. Á dögunum hafði Fjölnir betur í viðureign liðanna í Poweradebikarnum og í kvöld vann Fjölnir á ný þegar liðin mættust í fimmtu umferð Grill 66-deildar karla, 31:29. Þetta var um leið fyrsti sigur Fjölnismanna í deildinni.


Fjölnir var með sex marka forskot, 16:10, að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik dró saman með liðunum. Hvíta riddaranum tókst að minnka muninn í tvö mörk fimm mínútum fyrir leikslok, 27:25. Nær komust Mosfellingar ekki þrátt fyrir að gera harða hríð að Fjölnismönnum.

Hvíti riddarinn er í fimmta sæti af 12 liðum deildarinnar með fjögur stig. Fjölnir hefur þrjú stig í níunda sæti.


Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 8, Heiðmar Örn Björgvinsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 4, Darri Þór Guðnason 3, Júlíus Flosason 3, Óli Fannar Pedersen 3, Victor Máni Matthíasson 2, Bergur Bjartmarsson 1, Kristján Ingi Kjartansson 1, Viktor Berg Grétarsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 11.

Mörk Hvíta riddarans: Aron Valur Gunnlaugsson 8, Brynjar Búi Davíðsson 6, Andri Freyr Friðriksson 4, Daníel Bæring Grétarsson 4, Kristján Andri Finnsson 2, Leó Halldórsson 2, Adam Ingi Sigurðsson 1, Jökull Ari Sveinsson 1, Leó Róbertsson 1.
Varin skot: Eyþór Einarsson 9 – Sölvi Þór Daníelsson 1.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -