- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur vann Stjarnan

Helena Rut Örvarsdóttir skorað níu mörk gegn ÍBV í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Stjarnan hrósaði öðrum sigri sínum á ÍBV á leiktíðinni í Olísdeild kvenna í dag þegar liðin mættust í TM-höllinni í Garðabæ. Stjörnuliðið var sterkara lengt af og vann verðskuldaðann tveggja marka sigur, 28:26, eftir mikla baráttu. Heimaliðið var marki yfir, 14:13, eftir fyrri hálfleik og lék forskotið aldrei af hendi í síðari hálfleik þótt leikmenn ÍBV reyndu ákaft.


Stjarnan er þar með áfram í fimmta sæti með 13 stig fyrir lokaumferðina. Í henni sækir Stjarnan lið Hauka heim, sem einnig er með 13 stig eftir sigur á HK í Kórnum. ÍBV hefur 14 stig og mætir FH í Vestmannaeyjum eftir viku.

Staðan í Olísdeild kvenna.

Eftir jafnar upphafsmínútur í TM-höllinni skoraði Stjarnan fjögur mörk í röð og komst þar með fjórum mörkum yfir 12:8 eftir 22 mínútna leik. ÍBV svaraði með fimm mörkum í röð gegn einu Stjörnunnar, 13:13, áður en Katrín Tinna Jensdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins. Heimaliðið var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.


Stjarnan hóf síðari hálfleik af krafti og náði um skeið fjögurra marka forskoti, 20:16. Áfram voru hinsvegar sveiflur í viðureigninni. ÍBV minnkaði muninn í eitt mark, 22:21, og fékk tækifæri til að jafna þá metin. Allt kom fyrir ekki. Stjarnan hélt forskoti sínu til enda.


ÍBV lék í dag án Sunnu Jónsdóttur sem hefur ekki jafnað sig af meiðslum sem hún hlaut í landsleik síðla í mars.


Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Eva Björk Davíðsdóttir 7/1, Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Áshildur Bertha Bjarkadóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg EInarsdottir 9, 26,5%.
Mörk ÍBV: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 4/1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Elísa Elíasdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Lina Cardell 2, Karolina Olszowa 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 28,9%.


Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -