FH tyllti sér á topp Olísdeildar karla í handknattleik með afar öruggan sigri á Aftureldingu að Varmá í kvöld, 35:29. Liðin standa að vísu jöfn að stigum en FH er ofar á innbyrðisviðureign. Eftir sex sigurleiki og eitt jafntefli í röð voru leikmenn Aftureldingar nokkuð frá sínu besta.
FH-ingar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi. Varnarleikur Aftureldingar var ekki eins og best var á kosið. Til að bæta gráu ofan á svart virtust voru markverðir liðsins úti á þekju og vörðu ekki skot fyrr en komið var fram síðari hálfleik.
Staðan var 20:13 fyrir FH í hálfleik. Mestur varð munurinn níu mörk, 32:23, þegar leið nærri leikslokum. Mosfellingum tókst að bjarga andlitinu með því að minnka muninn, mest niður í fjögur mörk, 32:28. Nær komst þeir ekki. FH-ingar léku eins og þeir valdið hafa og ljóst að þeir kunna vel við sig að Varmá.
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 10/2, Hallur Arason 6, Þorvaldur Tryggvason 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 3, Daníel Bæring Grétarsson 1, Blær Hinriksson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 2, 9,1% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 6,3%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Jóhannes Berg Andrason 8, Símon Michael Guðjónsson 5/1, Jón Bjarni Ólafsson 5, Ágúst Birgisson 3, Birgir Már Birgisson 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, 21,6%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.