- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftureldingarmenn fóru illa að ráði sínu

Guðmundur Bragi Ástþórsson sækir að vörn Stjörnunnar í leik með Aftureldingu í haust. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding og Haukar skildu jöfn, 26:26, á Varmá í kvöld í Olísdeildinni í handknattleik. Væntanlega þakka Haukar frekar fyrir stigið en Aftureldingarmenn því þeir fengu tvö tækifæri til þess að ná þriggja marka forskoti þegar skammt var eftir. Þeim tókst ekki að nýta tækfærin.

Eftir að Adam Haukur Baumruk jafnaði metin fyrir Hauka, 26:26, þegar innnan við 20 sekúndur voru eftir þá átti Afturelding eina sókn eftir. Þrátt fyrir leikhlé þar sem lagt var á ráðin þá rann sú sókn út í sandinn án markskots.


Haukar hafa þar með þrjú stig eftir tvo fyrstu leikina en Aftureldingarmenn, sem voru marki yfir í hálfleik, 14:13, fengu sitt fyrsta stig að þessu sinni.
Um var að ræða mikinn baráttuleik þar sem varnarleikurinn var í öndvegi og markvarslan var viðunandi, sérstaklega framan af hjá Haukum en þegar á leikinn leið hjá Aftureldingu.


Haukar voru sterkari fyrstu 20 mínúturnar en þá var eins og þeir misstu niður þráðinn, ekki síst í sóknarleiknum. Afturelding komst yfir, 14:13, þegar rúm mínúta var eftir, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1:0.


Liðin skiptust á um að vera með eins marks forskot framan af síðar hálfleiks. Haukar komust tveimur mörkum yfir, 21:19, áður en Afturelding svaraði með þremur mörkum í röð. Eftir það voru heimamenn yfir allt þar til í lokin þegar þeim lánaðist ekki að nýta þá möguleika sem voru í stöðunni.

Í leikbann?

Bergvin Þór Gíslason, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt og blátt spjald á 19. mínútu þegar hann sló með olnboga, að því virtist, í Ólaf Ægi Ólafsson, leikmann Hauka. Dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Bjarki Bóasson, skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir kváðu upp sinn úrskurð. Fari Bergvin í leikbann tekur hann það væntanlega út í undanúrslitaleiknum við Val í Coca Cola-bikarnum eftir viku. Aganefnd kemur saman til fundar á þriðjudaginn. Eftir fundinn liggur fyrir hvort Bergvin verður úrskurðaður í bann eða ekki.


Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4/2, Hamza Kablouti 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Þrándur Gíslason Roth 2.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 7, 21,9%.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Adam Haukur Baumruk 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Darri Aronsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11, 29,7%.

Fylgst var með leiknum í texta- og stöðuuppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -