- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding í þriðja sætið, jafnt í Eyjum, Stjarnan vann – úrslit og markaskor

Aftureldingarmenn gátu fagnað í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding notaði tækifærið í kvöld þegar ÍBV tapaði stigi á heimavelli og fór upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik. Afturelding vann HK, 29:24, í Kórnum og hefur þar með 21 stig að loknum 15 leikjum. ÍBV gerði jafntefli við Gróttu í Vestmannaeyjum, 31:31, í háspennuleik þar sem Grótta var tveimur mörkum yfir, 30:28, þegar skammt var til leiksloka.

Stjarnan vann annan leik sinn í röð og er komin með 13 stig, aðeins stigi á eftir Haukum sem eiga reyndar leik til góða. Stjarnan vann öruggan sigur á KA-mönnum í Mýrinni í Garðabæ, 33:28. Um leið var þetta annað tap KA-liðsins á innan við viku og er það nú í 9. sæti með 10 stig. Grótta er stigi ofar í áttunda sæti.

Gróttumenn hefðu getað hirt bæði stigin í Vestmannaeyjum í kvöld. Reyndar má segja svipaða sögu um leikmenn ÍBV sem áttu sókn á síðustu mínútunni en misstu boltann þegar um 10 sekúndur voru til leiksloka. Leikmenn Gróttu brunuðu fram en tókst ekki að færa sér sóknina í nyt áður en leiktíminn var á enda.

Framan af leiksins í Eyjum voru leikmenn Gróttu sterkari og komust m.a. í 6:1 áður en leikmenn ÍBV náðu áttum. Grótta var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, eitt til þrjú mörk. Í síðari hálfleik skiptust liðin á að vera yfir.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

HK – Afturelding 24:29 (11:12).
Mörk HK: Júlíus Flosason 7, Kári Tómas Hauksson 4/2, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Hjörtur Ingi Halldórsson 1, Benedikt Þorsteinsson 1, Styrmir Máni Arnarsson 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 5/1, 25% – Sigurjón Guðmundsson 5, 26,3%.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8/2, Blær Hinriksson 5/1, Birgir Steinn Jónsson 4, Andri Þór Helgason 3, Þorvaldur Tryggvason 3, Birkir Benediktsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 12, 46,2% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 4, 28,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍBV – Grótta 31:31 (18:19).
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 6/3, Dagur Arnarsson 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Gauti Gunnarsson 4, Arnór Viðarsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Daniel Esteves Vieira 2, Sveinn Jose Rivera 1, Andrés Marel Sigurðsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 10/1, 31,3% – Petar Jokanovic 1, 11,1%.
Mörk Gróttu: Ari Pétur Eiríksson 4, Antoine Óskar Pantano 4, Ágúst Emil Grétarsson 4/1, Gunnar Dan Hlynsson 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Kári Kvaran 2, Jón Ómar Gíslason 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 10, 30,3% – Shuhei Narayama 1, 11,1%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – KA 33:28 (18:14).
Mörk Stjörnunnar: Pétur Árni Hauksson 6, Daníel Karl Gunnarsson 5, Hergeir Grímsson 5, Egill Magnússon 5, Starri Friðriksson 4/1, Tandri Már Konráðsson 3, Sigurður Jónsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Rytis Kazakevicius 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 12/1, 30,8 – Daði Bergmann Gunnarsson 0.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 8/5, Jens Bragi Bergþórsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Dagur Árni Heimisson 4, Ott Varik 2, Daði Jónsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 6/1, 23,1% – Nicolai Horntvedt Kristensen 2, 13,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -