- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding krækti í fyrsta vinninginn

Leikmenn Aftureldingar og stuðningsmenn voru kátir eftir sigurinn að Varmá í kvöld. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -


Afturelding hrósaði sigri í fyrstu viðureigninni við ÍBV í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik, 32:30. Leikið var að Varmá. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik, 14:13. Næst mætast liðin í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld. Oddaleikur, ef til hans þarf að grípa, fer fram að Varmá eftir viku.


Fyrri hálfleikur var jafn en e.t.v. ekki ýkja vel leikinn af beggja hálfu. Talsvert var um mistök í sóknarleiknum. Engu var líkara en leikmenn beggja liða væru talsvert spenntir.

Aftureldingarliðið tók sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Sóknarleikur liðsins batnaði verulega frá fyrri hálfleik. Eins tókst að berja aðeins saman vörnina. Einnig munaði nokkuð um að Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Aftureldingar, varði á köflum vel meðan dauft var yfir kollegum hans hinum megin vallarins.

Mosfellingar náðu tveggja til þriggja marka forskoti fyrir miðjan hálfleikinn. Þeim tókst að halda því þótt Eyjamenn gerðu áhlaup með því að leika maður á mann á síðustu mínútunum. Engu skipti þótt Árni Bragi Eyjólfsson brygðist bogalistin og lína væri dæmd á Ihor Kopyshynskyi. Leikmönnum ÍBV tókst ekki að færa sér það í nýt til að jafna metin.

Böðvar Páll með á ný

Athygli vekur að Böðvar Páll Ásgeirsson hefur tekið fram skóna á ný til að styrkja varnarleik Aftureldingar í úrslitakeppninni. Böðvar Páll lagði skóna á hilluna eftir leiktíðina 2023/2024.

Sjá einnig:

Vorum orðnir þreyttir

Förum með fullt sjálfstraust til Eyja

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 7, Blær Hinriksson 6/1, Hallur Arason 5, Stefán Magni Hjartarson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Harri Halldórsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, 34,1%.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 8/2, Daniel Esteves Vieira 5, Andri Erlingsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 25,7% – Pavel Miskevich 1, 14,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -