Afturelding vann Fjölni, 33:24, og Valur2 lagði Berserki, 36:15, í fyrstu leikjum 7. umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í gærkvöld. Með sigrinum í Fjölnishöllinni komst Afturelding a.m.k. tímabundið í efsta sæti deildarinnar, jafnt KA/Þór að stigum. Hvort lið hefur náð 11 stigum úr leikjum sínum til þessa. KA/Þór sækir Víkinga heim í Safamýri í dag.
Hvorugur leikjanna í gær var jafn. Afturelding er í toppbaráttu deildarinnar á sama tíma og Fjölnisliðið er í hópi þeirra neðstu. Berserkir sem töpuðu illa fyrir Val2 í Víkinni eru stigalausir í neðsta sæti.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Berserkir – Valur2 15:36 (6:16).
Mörk Berserkja: Heiðrún María Guðmundsdóttir 4, Thelma Lind Victorsdóttir 3, Birta Líf Haraldsdóttir 2, Íris Ólafsdóttir 2, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Sandra Björk Ketilsdóttir 1, Thelma Dís Harðardóttir 1, Jenný Gia Luu 1.
Varin skot: Sólveig Katla Magnúsdóttir 6, Sara Sæmundsdóttir 2.
Mörk Vals2: Guðrún Hekla Traustadóttir 7, Sara Lind Fróðadóttir 6, Katla Margrét Óskarsdóttir 5, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Kristina Phuong Nguyen 3, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 2, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Silja Arngrímsdóttir Müller 8, Arna Sif Jónsdóttir 1.
Fjölnir – Afturelding 24:33 (11:18).
Mörk Fjölnis: Tinna Björg Jóhannsdóttir 6, Telma Sól Bogadóttir 5, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Sara Kristín Pedersen 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 2, Signý Harðardóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1.
Varin skot: Emilía Karítas Rafnsdóttir 3.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 7, Hulda Dagsdóttir 6, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 3, Susan Ines Gamboa 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 12, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 3.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.