- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding skoraði þrjú síðustu mörkin og tók forystuna

Anna Katrín Bjarkadóttir, í opnu færi í leik með Aftureldingu. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -


Afturelding skoraði þrjú síðustu mörkin í Kórnum í dag og tryggði sér þar með sigur á HK í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag. Lokatölur í spennandi leik, 23:20. Staðan var jöfn í hálfleik, 10:10.


Næsta viðureign liðanna fer fram að Varmá í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldið og hefst klukkan 19.30. HK verður að vinna þá viðureign til þess að knýja fram oddaleik.

HK hóf síðari hálfleik af talsverðum krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin, 13:10. Afturelding svaraði með fjórum mörkum loksins þegar liðið komst á bragðið. Eftir það var nánast jafnt á öllum tölum. Aníta Eik Jónsdóttir jafnaði metin, 20:20, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Það reyndist síðasta mark heimaliðsins þegar upp var staðið. Áróra Eir Pálsdóttir skoraði tvisvar í röð fyrir Aftureldingu áður en Ísabella Sól Huginsdóttir innsiglaði sigur Aftureldingar.


Mörk HK: Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 6, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Inga Fanney Hauksdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 10, Danijela Sara Björnsdóttir 3.

Mörk Aftureldingar: Áróra Eir Pálsdóttir 6, Hulda Dagsdóttir 4, Ísabella Sól Huginsdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 6, Saga Sif Gísladóttir 1.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -