Afturelding treysti stöðu sína í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri á Fjölni/Fylki í íþróttahúsinu á Varmá, 36:26. Aftureldingarliðið var með sjö marka forskot þegar fyrri hálfleikur var úti, 19:12. Sylvía Björt Blöndal, markahæsti leikmaður deildarinnar, hélt uppteknum hætti í kvöld og skoraði 11 mörk.
Afturelding, sem á tvo leiki eftir, stefnir á að endurheimta sæti sitt í Olísdeildinni. Liðið er með 25 stig eftir 14 leiki. ÍR er fast á eftir með 23 stig en stendur höllum fæti í innbyrðisviðureignum við lið Mosfellinga.
Með sigri Aftureldingar í kvöld er alveg orðið útilokað að Gróttu takist að krækja í efsta sæti Grill 66-deildarinnar.
ÍR vann einnig andstæðing sinn, ungmennalið Vals, með tíu marka mun í Skógarseli í kvöld, 33:23, eftir að hafa verið yfir, 18:11, að loknum fyrri hálfleik.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.
Afturelding – Fjölnir/Fylkir 36:26 (19:12).
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 11, Anna Katrín Bjarkadóttir 8, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Susan Ines Gamboa 3, Ásdís Halla Helgadóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Rebecca Fredrika Adolfsson 15.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Sara Björg Davíðsdóttir 10, Ada Kozicka 4, Azra Cosic 2, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 2, Kristjana Marta Marteinsdóttir 2, Elsa Karen Sæmundsen 1, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 1, Sara Kristín Pedersen 1, Hanna Hrund Sigurðardóttir 1, Telma Sól Bogadóttir 1, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 7, Þyrí Erla Sigurðardóttir 5.
ÍR – Valur U 33:23 (18:11).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 6, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Maria Leifsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 13.
Mörk Vals U.: Kristbjörg Erlingsdóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 4, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 3, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 5, Hekla Soffía Gunnarsdóttir 2.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.