- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding vann fyrsta leikinn í Grill 66-deildinni

Ánægðar með sigurinn, f.v.: Hulda Dagsdóttir, Áróra Eir Pálsdóttir, Ragnhildur Hjartardóttir, Anna Katrín Bjarkadóttir og Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir, leikmenn Aftureldingar. Ljósmynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Leikmenn Aftureldingar og Vals2 léku fyrstu viðureignina í Grill 66-deild kvenna í handknattleik á þessari leiktíð að Varmá í kvöld. Afturelding, sem féll úr Olísdeildinni í vor eftir fimm umspilsleiki við Gróttu, ætlar sér rakleitt upp í deild þeirra bestu á nýjan leik. Fyrsta áfanganum á þeirri leið var náð í kvöld með þriggja marka sigri á Valsliðinu, 26:23.

Afturelding var með yfirhöndina í leiknum frá byrjun til enda. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var einnig þriggja marka munur á liðunum, 11:8.

Hulda Dagsdóttir, sem mætt er til leiks á ný í handboltann hér á landi eftir veru í Danmörku og Noregi, lét til sín taka og skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingarliðið og var markahæst. Mágkona hennar, Saga Sif Gísladóttir, átti stórleik í marki Aftureldingar, varði 16 skot.

Valsliðið var eingöngu skipað ungum leikmönnum sem flestar hverjar hafa gert það gott með yngri landsliðum Íslands. Guðrún Hekla Taustadóttir var atkvæðamest við markaskorun með sex mörk.

Næstu leikir í Grill 66-deild kvenna fara fram annað kvöld þegar FH sækir Víking heim og Berkserkir fá Fjölni í heimsókn.

Leikjadagskrá Grill 66-deilda.

Mörk Aftureldingar: Hulda Dagsdóttir 7, Anna Katrín Bjarkadóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Susan Ines Gamboa 2, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 16.

Mörk Vals2: Guðrún Hekla Traustadóttir 6, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 3, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Varin skot: Silja Arngrímsdóttir Müller 11.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -