Afturelding hrósaði sigur í heimsókn sinni í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal í kvöld, 34:27, er Mosfellingar mættu Fram 2 í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Aftureldingarliðið færðist upp í 5.sæti deildarinnar með öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Ungt lið Fram situr áfram í neðsta sæti þegar sex umferðir eru að baki.
Aftureldingarliðið var sterkara frá byrjun til enda. Forskot liðsins var sex mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 18:12.
Mörk Fram 2: Sara Rún Gísladóttir 8, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 6, Birna Ósk Styrmisdóttir 5, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 3, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 3, Arna Sif Jónsdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 14, Þórdís Idda Ólafsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Susan Ines Barinas Gamboa 11, Þórdís Eva Elvarsdóttir 6, Karen Hrund Logadóttir 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 3, Katrín Hallgrímsdóttir 2, Ásdís Halla Helgadóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 9, Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 3.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.



