- Auglýsing -
- Auglýsing -

Agaður sóknarleikur skiptir máli

- Auglýsing -

„Þetta verður krefjandi verkefni gegn frábæru liði en við erum bara mjög spenntar að takast á við það,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður U20 ára landsliðs Íslands í samtali við handbolta.is í Skopje í morgun í aðdraganda viðureignar Íslands og Ungverjalands í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts 20 ára landsliða kvenna í handknattleik.

Leikurinn hefst klukkan 16 í Jane Sandanski Arena, íþróttahöll höfuðborgarliðsins Vardar.

„Þær leika mjög hraðan handknattleik og til þess að ráða við þær verðum við að ná að stjórna hraðanum í leiknum. Agaður sóknarleikur skiptir máli og að koma okkur heim,“ sagði Elín Klara og á þar við vörnina. „Ef við náum að stilla upp í vörn teljum við okkur hafa alla möguleika á að eiga í fullu tré við þær,“ sagði Elín Klara en ungverska liðið varð Evrópumeistari 19 ára landsliða fyrir ári.

Íslenski hópurinn er að komast inn á þriðju viku í Skopje með æfingatímabilinu. Elín Klara sagði að góður andi væri í hópnum enda hefur gengið vel á leikvellinum. „Við erum ennþá mjög hressar og góður andi í hópnum. Við skiptum um hótel eftir æfingavikuna sem skiptir máli og nú erum við mjög heppnar með hótel, erum við toppaðstæður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir.

Lengra myndskeiðsviðtal við Elínu Klöru er að finna efst í þessari grein.

Leikur Íslands og Ungverjalands á HM í dag hefst klukkan 16. Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess sem hlekkur verður á streymi frá viðureigninni auk viðtala í kjölfar viðureignarinnar.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -