- Auglýsing -
- Auglýsing -

Agi og engin smit hjá HSÍ

Engin smit kórónuveiru greindist í hóp íslenska landsliðsins við seinni skimun eftir ferðina til Norður-Makedóníu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Allir sem voru í íslenska hópnum sem fór til Skopje í Norður-Makedóníu á dögunum til þátttöku í forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik reyndist neikvæður við seinni skimun um helgina eftir að hafa dvalið í sóttkví frá komu til landsins á mánudaginn fyrir viku. Þetta staðfestir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í morgun.


Alls voru 25 í hópnum sem var í úti Skopje í nærri viku vegna forkeppninnar, þar af 17 leikmenn. Heimferðin var erfið með millilendingu í Vínarborg og á Kastrup með fjölda snertiflata. „Við vorum mjög hörð í öllum sóttvörnum frá upphafi til enda hvar sem við vorum,“ sagði Róbert Geir.


Þetta var þriðja utanferð íslensku landsliðanna á þessu ári. Róbert Geir segir að þakka megi fyrir að ekkert smit hafi komið upp í þessum ferðum sem hafa verið til Portúgal og Egyptalands auk Norður-Makedóníu með tilheyrandi millilendingum í öllum ferðum enda ekki einfalt að ferðast um þessar mundir.

„Aginn hefur verið í fyrirrúmi hjá öllum en einnig höfum við verið óþreytandi að brýna fyrir öllum að gæta að sér í hvívetna. Það hefur skilað okkur árangri fram til þessa,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -