- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Agnar Smári verður áfram á Hlíðarenda

Agnar Smári Jónsson leikur áfram með Val, alltént næstu 2 ár. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Örvhenta stórskyttan Agnar Smári Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til ársins 2027 eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Agnar Smári lék upp yngri flokka Vals en var um árabil hjá ÍBV á síðasta áratug auk þess að reyna fyrir sér hjá Mors-Thy í Danmörku. Hann sneri á ný í herbúðir Vals 2018 og hefur síðan tekið þátt í sigrum liðs félagsins, m.a. þegar Valur varð Evrópubikarmeistari á síðasta vori. Einnig er Agnar Smári margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV og Val.


„Hann er uppalinn Valsari, öflugur liðsmaður innan sem utanvallar og stór partur af Valssamfélaginu okkar á Hlíðarenda. Reynsla Agnars Smára á eftir að nýtast inná handknatleiksvellinum og einnig í að styðja og miðla mikilli reynslu sinni til yngri leikmanna félagsins,“ segir í tilkynningu Vals í dag.

Á yfirstandandi leiktíð hefur Agnar Smári m.a. skoraði 37 mörk í 16 leikjum Vals í Olísdeildinni en liðið er nú í þriðja til fjórða sæti með 22 stig, stigi á eftir FH og Fram.

Ekki veitir Valsliðinu af því að halda Agnari Smára því annar örvhentur leikmaður liðsins sem leikur sömu stöðu, Ísak Gústafsson, hefur samið við TMS Ringsted í Danmörku fyrir næsta keppnistímabil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -