Ágúst Elí Björgvinsson var í sigurliði danska meistaraliðsins Alaborg Håndbold í dag þegar það vann meistarakeppnina í Danmörku. Aalborg lagði Sjern, 36:29, í Arena Randers á Jótlandi. Þótt Álaborgarliðið hafi ekki verið með sitt allra sterkasta lið þá voru yfirburðir nokkrir. Sjö marka munur var á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 17:10.
Ágúst Elí, sem er á láni frá Ribe-Esbjerg vegna meiðsla Niklas Landin markvarðar Aalborg, kom einu sinni inn á leikvöllinn þegar hann reyndi að vera vítakast. Ekki varði Ágúst vítakastið.
Danski landsliðsmaðurinn Thomas Arnoldsen var markahæstur hjá Aalborg Håndbold með níu mörk. Buster Juul var næstur með sjö mörk.
Jon Lindenchrone var atkvæðamestur hjá Skjern með átta mörk.
Odense Håndbold vann í kvennaflokki
Í kvennaflokki vann Odense Håndbold lið Esbjerg, 33:30, í meistarakeppninni en einnig var leikið í Arena Randers. Thale Rushfeldt Deila skoraði sex mörk og var markahæst hjá Odense. Systir hennar Live Rushfeldt Deila skoraði fjögur mörk fyrir Esbjerg.
Tabea Schmid var markahæst með sjö mörk fyrir Esbjerg. Norska stórstjarnan Nora Mørk lék með Esbjerg í fyrsta sinn í opinberum kappleik frá vorinu 2024 og skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendinga. Landa hennar og fremsta handknattleikskona heims, Henny Reistad, sat á meðal varamanna alla viðureignina.
Odense Håndbold varð meistari í Danmörku í vor.