Ágúst Elí Björgvinsson markvörður hefur samið við KA. Frá þessu segir KA á samfélagsmiðlum í kvöld. Hann kemur til félagsins um áramótin þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Samningur Ágústs Elís við KA er til eins og hálfs árs.
Ágúst Elí, sem hefur af og til átt sæti í landsliðinu í handknattleik, síðast 30. október gegn Þýskalandi, hefur undanfarin sjö ár leikið með IKSävehof í Svíþjóð og Kolding og Ribe-Esbjerg Danmörku. Hann sagði upp samningi sínum við félagið upp í nóvember og ákvað að róa á ný mið.
Í september og fram í október var Ágúst Elí á láni hjá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold meðan Niklas Landin var fjarverandi vegna meiðsla.
Ágúst Elí, sem stendur á þrítugu, hefur leikið 53 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hann á að baki sex stórmót með landsliðinu; HM 2017, 2019, 2021, 2023 og EM 2018 og 2022.
Afi Ágústs Elís, Birgir Björnsson, var um árabil þjálfari KA á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.
Ágúst Elí er hættur hjá Ribe-Esbjerg
Myndskeið sem KA birti á samfélagsmiðlun í kvöld.


