- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Elí stóð fyrir sínu

Ágúst Elí Björgvinsson í keppnistreyju Ribe Esbjerg. Mynd/Ribe Esbjerg
- Auglýsing -

Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe-Esbjerg frá upphafi til enda í gær þegar liðið sótti Skanderborg-Aarhus heim og gerði jafntefli, 33:33, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí varði 10 skot, 24%.


Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í liði Ribe-Esbjerg. Arnar Birkir Hálfdánsson lánaðist ekki að skora mark fyrir liðið í þessum hörkuleik.


Ribe-Esbjerg er í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki og er jafnhliða Fredericia.

Fjórði sigur Aalborg

Aalborg heldur áfram sigurgöngu sinni í deildinni. Í gær lagði liðið Skjern á útivelli, 34:28. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Aalborg að þessu sinni. Mikkel Hansen skoraði átta mörk og átti þrjár stoðsendingar. Mads Hoxer var markahæstur með 10 mörk. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.


Sveinn Jóhannsson er að jafna sig eftir erfið meiðsli. Hann var í leikmannahópi Skjern í gær en kom lítið við sögu.


Aalborg er með átta stig eftir fjóra leiki og er efst ásamt Kolding sem heldur áfram að koma á óvart. Kolding vann Nordsjælland á útivelli í gær, 29:24. GOG er einnig taplaust og á leik inni sem fram fer í dag.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -